Við rætur augans

mánudagur, febrúar 28, 2005:




Ekki ómerkari maður en Óli Rú Jónsson mætti í heimsókn í kvöld. Horft var á one tree hill og svo farið á körfuboltaæfingu.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 8:24 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Í gær, rétt áður en ég sofnaði, lá ég í svartamyrkri og horfði á sjónvarpið. Sá ég þar tónlistarmyndband sem ég varð svo hugfanginn af að ég greip penna einhversstaðar í myrkrinu og hripaði niður nafnið á sveitinni og lagið, algjörlega blint. Þegar ég svo vaknaði í morgun sá ég hendina (sjá mynd að ofan). Getur einhver sagt mér hvað stendur og hvar ég geti reddað mér þessu lagi? Í verðlaun er ánægjan sem fylgir því að geta lesið skrift mína auk aðdáun allra þeirra sem skilja hana ekki.

Falleg og vel með farin hendi annars.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 2:28 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

sunnudagur, febrúar 27, 2005:




Mynd tekin í kvöld á rúnti með Óla Rú um stræti stórborgar eða Laugaveg Reykjavíkur.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 9:17 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Í skák við Óla Rú í dag kom þessi staða upp. Takið eftir svörtu biskupunum hans Óla. Talið er að hún komi upp í einni af sjö milljörðum skáka sem er býsna sjaldgæft. Skákin fór 1-0 fyrir mig, aldrei þessu vant.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 4:20 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

laugardagur, febrúar 26, 2005:




Á körfuboltaæfingu dagsins mætti Kjarri, einnig þekktur sem rapparinn KJ, í sjúku stuði eftir að hafa ekkert mætt eftir áramót. Hann leiddi lið sitt til sigurs hvað eftir annað og þegar mörgum þótti nóg komið sigraði lið hans enn einu sinni. Það var þá sem við hættum, býsna súrir en reynslunni ríkari.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 7:34 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

föstudagur, febrúar 25, 2005:




Fyrr í dag fékk ég það á tilfinninguna að ég væri að breytast í Hulk, tók því mynd og sendi inn. Þegar ég sá þessa mynd svo hérna á netinu áttaði ég mig á því að þetta var vitleysa. Afsakið sjálfsmyndina.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 4:34 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Í hádeginu í dag lentu lögfræðingar í miklu rifrildi við viðskiptafræðinga. Þegar allt var á barmi slagsmála kom einhver snillingurinn með þá hugmynd að leysa málið með reipitogi. Það var og gert. Stuttu seinna brutust út langþráð slagsmál við mikinn fögnuð viðstaddra.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 1:48 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

fimmtudagur, febrúar 24, 2005:




Þarna gefur að líta nýjasta nýtt úr HR; hreyfiskynjaður þurrkuklútaskammtari. Þarna gefur einnig að líta...

...mestan óþarfa í öllum heiminum
...mesta peningabruðl allra tíma
...hámark letinnar
...tæki sem hefur tekist að gera einfalda aðgerð að mjög seinlegri, pirrandi og leiðinlegri aðgerð

Ef aur af mínu 99.000 króna skólagjaldi er notað til að setja þetta helvítis rugl upp þá...verð ég fyrir hugarangri.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 9:34 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Rússneski hafnarverkamaðurinn Oleg mætti á körfuboltaæfingu í gær við óttablandinn fögnuð viðstaddra.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 11:32 f.h. .:|:. .:|:.
______________________




Nú hefur rignt í 5 daga samfleytt. Ég mótmæli!

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 10:56 f.h. .:|:. .:|:.
______________________

mánudagur, febrúar 21, 2005:




Nú fer hver að vera síðastur í að næla sér í skammdegisþunglyndi. Til að auðvelda þeim sem eftir eiga þessa bráðskemmtilegu afþreyingu, sem þunglyndi er, þá er mjög dimmt yfir þessa dagana eins og myndin sýnir. Allir í stuð; allir í þunglyndi!

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 11:35 f.h. .:|:. .:|:.
______________________

sunnudagur, febrúar 20, 2005:




Eftir bíóferð kvöldsins, þar sem myndin Constantine varð fyrir valinu, var þessi mynd tekin. Á henni sést, samkvæmt myndinni Constantine, að við Helgi erum illir og í raun afsprengi skrattans ef marka má gljáa augnanna. Meira um myndina seinna.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 12:47 f.h. .:|:. .:|:.
______________________

laugardagur, febrúar 19, 2005:



Innsend mynd


Þessi færsla er til heiðurs Guggs en körfuknattleikslið hans sigraði sinn fyrsta leik á fimmtudaginn í Miami þar sem hann stundar nám, körfuboltaiðkunn og að smella á sig tattooum. Á þessari mynd má sjá hans fyrsta hörundsflúr. Leikurinn fór 20-0 þar sem andstæðingurinn gaf leikinn.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 4:52 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

föstudagur, febrúar 18, 2005:




Þá er lokið 24ra blaðsíðna verkefni sem hefur fengið mig til að sitja núna, bara í dag, í 12 klukkutíma á mjög óþægilegum stól. Það liggur því beinast við að nefna það "Gauragangur í sveitinni" og hafa mynd af þessum myndarpiltum á forsíðunni.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 8:31 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Jákvæð fylgni er á milli rúmmál skóladóts og þyngdar verkefnisins sem unnið er eins og sannast á þessari mynd. Unnið er að einu erfiðasta skilaverkefni í heimi fyrir Fjármál II og að sama skapi er hér um að ræða eitt mesta rúmmál skóladóts í heimi.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 2:47 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Á þessari mynd á að sjást glitský en það mætti mér í morgun á leið í skólann.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 11:35 f.h. .:|:. .:|:.
______________________

fimmtudagur, febrúar 17, 2005:




Í ljósi þess að ég er stólfastur við að klára risaskilaverkefni fyrir morgundaginn tek ég bara mynd út um gluggann og vona að þið sættið ykkur við þetta. Myndin er ekki hreyfð vegna engra ljósmyndahæfileika undirritaðs heldur hreyfðist húsið og allt nágrenni þess.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 8:37 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

miðvikudagur, febrúar 16, 2005:




Fjölskyldan í bænum. Kolla, Árni Már, Mamma og Helgi, í rangri röð, í sjúku stuði.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 3:39 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

mánudagur, febrúar 14, 2005:




Hér gefur að líta fallegasta körfuboltalið allra tíma. Frá efri röð til vinstri: Skoppi, Óli Rú, Guðjón Bragi og Davíð. Neðri röð frá hægri: Árni Kristján. Bakvið myndavélasímann: Finnur.tk.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 10:43 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

sunnudagur, febrúar 13, 2005:




Súr mynd tekin í súrum HR matsalnum á súrum sunnudegi.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 5:51 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

föstudagur, febrúar 11, 2005:




Hér má sjá mynd af hópnum mínum í Markaðsfræði II á einum af fjölmörgum liðsfundum varðandi Markstrat keppnina sem við stefnuð á að sigra glæsilega. Ef ekki sigra þá þriðja sæti. Það man enginn eftir öðru sæti.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 12:27 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

fimmtudagur, febrúar 10, 2005:




Í dag tókum við Óli skák sem væri ekki í frásögu færandi nema fyrir það að ég tók mynd í leiðinni, eins og sjá má.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 5:22 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

miðvikudagur, febrúar 09, 2005:




Getraun dagsins: Hvaða hús er þetta og af hverju er það merkilegt? Vísbending: það er númer 18, ég bjó þarna síðasta vetur og nafnið á götunni er á myndinni.

Í verðlaun eru gömlu skórnir mínir sem ég ætlaði að henda þangað til ég uppgötvaði að ég get stóraukið aðsókn á síðuna mína með því að gefa þá í verðlaun.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 5:08 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

þriðjudagur, febrúar 08, 2005:




Hér að neðan eru þrjár nýjar myndir af Kristjáni Frey frænda, syni Styrmis bróðir. Þær eru ekki teknar á gsm símann minn heldur á myndavél og sendar til mín í gegnum tölvupóst.

Svona færslur munu koma hingað annað slagið en þess á milli er allt tekið á gsm símann um leið og hlutirnir gerast og sendir inn.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 10:34 f.h. .:|:. .:|:.
______________________




Kristján Freyr frændi, sonur Styrmis bróðir, er, samkvæmt nýlegum rannsóknum, fallegasta barn allra tíma.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 10:32 f.h. .:|:. .:|:.
______________________




Mynd af Kristjáni Frey frænda, syni Styrmis Freys bróðir míns. Mynd tekin í janúar og send inn af Styrmi nýlega.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 10:30 f.h. .:|:. .:|:.
______________________

sunnudagur, febrúar 06, 2005:




Í kvöld fórum við Markús Mark og Andri Guð á KFC og fengum okkur eitthvað stórt til að japla á áður en farið var í bíó á myndina Team America: World Police sem skartar strengjabrúðum í aðalhlutverki. Meira um myndina síðar. Fín kvöldstund annars.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 9:30 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Í nótt fór ég á rúntinn með Bergvini, Esther og Sissó um Reykjavík og nágrenni. Þessi mynd er tekin þegar Sissó, Esther og Bergvin (í réttri röð) ætluðu að fá sér pylsu með öllu í Perlunni en þeim til mikillar gremju var lokað. Hörkufjör. Takk fyrir mig.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 2:26 f.h. .:|:. .:|:.
______________________

laugardagur, febrúar 05, 2005:




Kristján Orri tók hraustlega til matar síns í kvöld eftir körfuboltaæfingu en þar spiluðum við saman í liði gegn öxulveldi hins góða og töpuðum. Þá er ekkert annað að gera en að kaupa sér hamborgara.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 7:38 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

föstudagur, febrúar 04, 2005:




Þessi tvö hitti ég í Kringlunni í dag þegar ég sat að snæðingi. Sú til vinstri er systir mín, Kolla, og hægra megin er Árni Már, kærasti hennar, útvarpsmaður og athafnamaður. Mjög gaman að rekast á skemmtilegt fólk, alveg ókeypis.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 4:26 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

fimmtudagur, febrúar 03, 2005:




Í dag kom austurglugginn út sem eitt og sér er býsna merkilegt en það er þó merkilegra fyrir aðrar sakir. Aftan á þessu stórskemmtilega, austfirska blaði er nefnilega mynd af björtustu von Íslands. Svo er líka mynd af mér þarna einhversstaðar. Ég kaus að fara ekki nær blaðinu með myndavélina þar sem innihald þess, sem ég skrifaði, kann að valda taugatitringi á meðal kvenna.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 5:21 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Við fyrstu sýn má halda að hér sé á ferðinni málverk en þegar vel er að gáð má sjá að þetta er gríðarlega stækkuð mynd og á henni er fólk að fá sér ferskt loft með sígarettu á milli puttanna við HR. Frekar fyndin athöfn, bráðdrepandi og niðurlægjandi en þau láta sig hafa það. Respect!

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 1:37 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

þriðjudagur, febrúar 01, 2005:





Þessi mynd var nýlega tekin alveg óvart þar sem ég var að fikta í valkostum myndavélarinnar og ýtti á rangan takka. Allavega, þetta er þá vonandi síðasta sjálfsmyndin sem ég birti hérna. Steingleymdi símanum í þeim sjúklegu ævintýrum sem ég lenti í í dag og því er gúrkutíð í myndamálum.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 11:51 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

Weblog Commenting by HaloScan.com

Hit Counter
Web Counters


eXTReMe Tracker









Líf mitt í hnotskurn



Fleiri myndir

Upplýsingar
Finnur T. Gunnarsson
Starf: Nemi í HR
Búseta: Skipholti, Reykjavík
MSN: finnurtg@hotmail.com
e-mail: finnurtg@gmail.com
Talaðu við mig á MSN

Aftur í dagbókina

Hugmyndir að myndum


Ýmsar undirsíður
Gamla myndasíðan
Gestabókin
Myndasíðan
Tölfræði síðunnar

Annað smærra

online

Aðrar myndir
1. Kjallaraveisla
2. Sumarbústaðarferð
3. Jólaskemmtun
4. Breyttar myndir og körfubolti
5. Eurovisionteiti og fleira
6. MEstival í íþróttahúsinu
7. Veisla vaskra sveina
8. Menningarferð ME á Akureyri
9. Interrail ferð 2000
10. Hitt og þetta tekið í mars
11. Óþekkt teiti í sumarbústað
12. Eurovisionteiti í sumarbústað
13. Innflutningsteiti í Sunnufelli
14. Hitt og þetta maí og júní
15. Hljómsveit Íslands í Valaskjálf
16. Verslunarmannahelgin 2003
17. Kveðjuteiti í ágúst 2003
18. Ýmsar myndir frá 2003
19. 1999 í máli og myndum
20. Sumarið 2004


Síður sem hlekkja hingað
Ásta Kristín
Bylgja Borgþórs
Kolla systir
Markús Mark
Ragnheiður Sickgirl
Sveinn Elmar

Ýmsar myndasíður
Myndasíða Ástu Kristínar
Myndasíða Bylgju Borgþórs
Myndasíða Kollu systir

Eldri myndir
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • mars 2005
  • apríl 2005
  • maí 2005
  • júní 2005
  • júlí 2005
  • ágúst 2005
  • september 2005
  • desember 2005
  • apríl 2006
  • Current Posts