Við rætur augans

fimmtudagur, mars 31, 2005:




Í kvöld var spilaður Kani heima hjá Garðari og Eygló en með okkur spilaði Bergvin, einn mesti spilagúrú landsins. Sigurvegarinn er að ofan.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 10:09 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

þriðjudagur, mars 29, 2005:




Ég leigi mér videospólur og DVD diska í fyrirtæki með eitt fyndnasta nafnið í bransanum; James Bönd. Endilega komið með fleiri fyndin nöfn á fyrirtækjum ef þið hafið.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 11:59 f.h. .:|:. .:|:.
______________________

mánudagur, mars 28, 2005:




Enn eitt skrefið í átt að líkjast Jeff "The Dude" Lebowski var tekið í kvöld þegar ég tók þátt í keilukeppni andlegra fatlaðra og bar sigur úr bítum í fyrri umferð. Í síðari umferð beið ég hinsvegar afhroð, lenti í síðasta sæti á eftir Bergvini, Gullu, Heiðdísi og Garðari. Eftir keilu var svo farið í spilakeppni heima hjá Garðari til rúmlega 1:30 um nóttina. Helvíti skemmtilegt kvöld að baki. Takk fyrir mig.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 11:19 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

sunnudagur, mars 27, 2005:




Í gærkvöldi fór ég á hörkurúnt með Bergvini og Gylfa sem sjást hér í þungum þönkum yfir ástandinu í miðausturlöndum. Rúnturinn var góður og félagsskapurinn betri.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 11:41 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Stríðið gegn sjálfsölunum heldur áfram. Þessi stal af mér 150 krónum í dag auk þess sem hann stíflaðist og olli því að ég varð mjög reiður. Og já, hann er frá Selecta.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 3:05 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Páskadegi eytt í HR þar sem varla nokkur maður lætur sjá sig enda um gríðarlega trúaðan skóla að ræða.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 2:05 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

laugardagur, mars 26, 2005:




Gleðilegir námsmannapáskar í HR eru í boði Selecta. Selecta; við þurfum ekki að fylla á sjálfsala af því við þurfum ekki á viðskiptum ykkar að halda.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 2:33 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

miðvikudagur, mars 23, 2005:




Í dag fékk ég mér M&M nammi og brá mér heldur betur í brún. Svo virtist sem höndin á mér hafði vaxið amk fimmfalt eins og sést á myndinni hér að ofan. Ég fór strax að gera ráðstafanir með sérsmíðaða hanska og sá fyrir mér einhverskonar met í vörðum skotum í körfubolta. Þessar áætlanir mínar fóru fyrir lítið þegar mér var tjáð að það væri bara búið að minnka m&m töflurnar fyrir páskaeggin og því virtist hendin á mér bara svona stór.

Ef höndin á mér væri ekki venjuleg í stærð hefði ég brjálast og kramið andlit þess sem sagði mér þetta í lófa mínum.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 6:03 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Á þessari mynd á að vera þriðja glóðarauga ævi minnar en það fékk ég á körfuboltaæfingu mánudagsins. Ef þið sjáið ekkert glóðarauga þá er orsökin ein af eftirfarandi:

* Léleg myndgæði.
* Þú ert að missa sjónina.
* Ég fæ bara aumingjaglóðaraugu sem sjást illa.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 1:13 f.h. .:|:. .:|:.
______________________

þriðjudagur, mars 22, 2005:




Ég var að fá í hendurnar bestu kaup allra tíma. Talnalyklaborðið að ofan keypti ég á ebay fyrir rúmar 700 krónur með sendingarkostnaði. Í toll greiddi ég svo 435 krónur sem gera alls 1.135 krónur fyrir eitthvað sem kostar á Íslandi amk 5.000 krónur. Töluinnsláttur, hér kem ég!

Til gamans má geta þess að allar tölurnar í þessari færslu voru skráðar á Mc Industries Ltd talnalykaborðið.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 6:35 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

laugardagur, mars 19, 2005:




Þóra Elísabet flækti hárið á sér í rennilás Ingunnar en vildi samt ekki viðurkenna það.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 2:07 f.h. .:|:. .:|:.
______________________




Ingunn tók mynd af mér. Mér fannst ég ekki geta verið minni maður og smellti einni til baka. Stuttu síðar brutust út slagsmál.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 1:51 f.h. .:|:. .:|:.
______________________




Verkamennirnir Þórey og Stella héldu öllu hreinu og fínu allt kvöldið ásamt því að dæla í mig áfengi gegn vægu gjaldi sem visa var svo fallegt að greiða fyrir mig.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 1:45 f.h. .:|:. .:|:.
______________________




Þessi gella reyndi við mig allt kvöldið. Undir lokin lét ég til leiðast enda ekki hægt að standast þetta bros.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 1:07 f.h. .:|:. .:|:.
______________________




Harpa mjög ánægð með úrslit kosninganna en kallinn hennar sigraði einhverja kosninguna. Áfram þau!

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 12:37 f.h. .:|:. .:|:.
______________________

föstudagur, mars 18, 2005:




Þórey brosti sínu breiðasta og Heiðdís sínu mjóasta.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 11:17 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Gulla og Harpa brostu samanlagt mjög fast og hátt. Góður árangur.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 10:55 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Ingunn kom úr nóttinni og gerði allt vitlaust með rauðglóandi augum sínum.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 10:51 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Heiðdís óð í kvenmönnum þetta kvöldið án þess að vita af því, að því er virtist.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 10:35 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Gulla og Heiðdís eða KúrekaGulla og.. einhvernskonarhúfuHeiðdís eins og þær kusu að kalla sig.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 10:29 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Heiðdís Sóllilja og Þóra Elísabet þurftu ekkert að drekka til að skemmta sér en þær gerðu það samt.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 9:53 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Þóra Elísabet drakk vodka enda er hann allra meina bót, að sögn læknabóka frá fyrrum Sovétríkjunum.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 9:33 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Ísskápur Heiðdísar er fallega troðinn.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 9:15 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

miðvikudagur, mars 16, 2005:




Í einu fundarherbergi HR fann ég þetta. Ein besta hugmynd sem ég hef séð í mörg ár.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 6:39 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Ég fór í Verzlunarskóla Íslands í dag til að hlýða á framboðsræður vegna kosninga í nýtt risastúdentafélag HR. Ætlunin var að hlusta í klukkutíma á allar ræðurnar, fá ókeypis veitingar og fara svo að læra. Ég fór þó eftir 45 mínútur, veitingalaus, þar sem rúmlega 40 manns voru í framboði og fyrirséð að ræður myndu standa í amk fjóra tíma.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 12:07 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

mánudagur, mars 14, 2005:




Í framtíðinni mun alþjóðalegt fyrirtæki mitt kaupa þingmanninn Friðrik Ingólfsson til að koma því í lög að TK númer skuli aðeins vera á bifreiðum Finns.tk, alheimsstjórnanda. Þá munu líka allir lesa þessa síðu og hafa gaman af, eða vera lögbrjótar.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 11:49 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Unnur og Daníel læra eins og geðsjúklingar fyrir mannauðsstjórnunarpróf á morgun.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 7:39 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Edda María lærir af áfergju en viðheldur samt kynþokkanum.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 7:39 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

laugardagur, mars 12, 2005:




Á kóksjálfsala rakst ég á þessa mynd af tvífara
Sigmars bónda. Hver veit nema hann verði í fjórförum vikunnar á næstunni.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 10:43 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Í kvöld fór ég í bíó með Björgvini bróðir á myndina Coach Carter. Myndin var fín og félagsskapurinn betri. Mjög fín kvöldstund.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 9:23 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

föstudagur, mars 11, 2005:




Þarna sjáum við Pétur næturvörð og handboltafrumkvöðul á Egilsstöðum. Á hann rakst ég í Kringlunni.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 4:01 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

miðvikudagur, mars 09, 2005:




Finnur.tk varð skotspónn teiknifíknar Óla Rú í kvöld. Fyrir vikið varð hann litinn hornauga í gott korter.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 10:43 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Hér sé lært! Sjúkt stuð í HR í kvöld þegar við klárum raundæmi í mannauðsstjórnun sem gildir 15% af áfanganum. Á myndinni eru Óli Rú og Daníel Bjö, í rangri röð.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 9:45 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

mánudagur, mars 07, 2005:




Árshátíð þeirra sem finnst gott að sitja mjög náið var haldin í HR fyrr í dag eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var þegar flestir voru farnir.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 11:51 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

laugardagur, mars 05, 2005:




Pabbi var í bænum um helgina. Á laugardaginn fengum við okkur að borða á American Style. Mjög fín máltíð og fínt spjall.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 6:39 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




The get along gang. Frá vinstri: Eygló Tekílaskratti, Sissó Sjóari, Bergvin Jó, Andri Guð og Garðar sem lenti í þriðja sæti í keilu um daginn.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 3:11 f.h. .:|:. .:|:.
______________________




Á skemmtistað einum mættust stálin stinn. Frikki í hljómsveitinni Igor(.tk) og Finnur.tk ásamt possunum hans. Á myndinni eru Friðrik, Óli Rú og Anna Bjö.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 2:51 f.h. .:|:. .:|:.
______________________




Anna does màlverk. (Skrifað undir áhrifum)

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 2:15 f.h. .:|:. .:|:.
______________________




Hvað er klukkan? Klukkan er gaddar! (skrifað undir áhrifum)

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 1:07 f.h. .:|:. .:|:.
______________________




Vooooodka; fyrir alla aldurshópa.

Fyrirsæta: Anna Björg.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 12:55 f.h. .:|:. .:|:.
______________________

föstudagur, mars 04, 2005:




Óli Rú rokkar!

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 11:21 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Fyllerí! Woodys drukkinn; 92% sykur, 5,5% áfengi, 1,5% bragðefni og 2% aukasykur.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 11:07 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Köttur vinafólks míns, Stormur, var ekki svo ánægður með mig og myndatökuna.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 4:53 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Var í heimsókn hjá vinafólki í dag þar sem hvolpurinn Benni varð fórnarlamb myndavélarinnar. Það er skemmst frá því að segja að ég tók ástfóstri við hann og við lékum okkur eins og bestu vinir í lengri tíma áður en kom að kveðjustund.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 4:49 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

fimmtudagur, mars 03, 2005:




Þetta er í síðasta skipti sem ég nota zoomið á þessari myndavél. Þetta eiga að vera blústónlistarmenn í kringlunni að gera lífið dapurlegra en það er fyrir.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 7:12 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Þessi mynd er tekin með stafrænan aðdrátt á fullu en hún er samt lýsandi fyrir hvað gerðist. Ég fór á fyrirlestur með Brian Tracy og varð djúpt snortinn. Héreftir mun ég vonandi breyta lífi mínu til hins betra þar sem allt hefur verið frekar óstabílt upp á síðkastið. Tuð og nöldur annarra verður hunsað.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 2:08 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

miðvikudagur, mars 02, 2005:




"I'm home!" öskraði ég þegar ég snéri aftur í sexuna í dag á leið niður í bæ til að taka viðtal við rekstrarstjóra í fyrirtæki sem hópurinn minn í Stefnumótun hyggst aðstoða næstu vikurnar. Allavega, myndin er frekar léleg af því ég vildi ekki láta fólkið, sem þarna var að finna, halda að það væri fyndið í útliti eða eitthvað slíkt.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 5:14 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

þriðjudagur, mars 01, 2005:




Bergvin sigurvegari í seinni umferð en í henni varð Garðar í öðru og ég í þriðja. Alls sigraði því Bergvin, ég í öðru og Garðar í þriðja. Í verðlaun var kvenhylli og sjúkleg öfund hinna sem töpuðu.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 10:30 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Staðan eftir fyrri leikinn. Ég og Bergvin jafnir í fyrsta sem sannar, með lágu öryggisbili þar sem úrtakið er lítið, að fylgni er á milli fegurðar keiluspilara og fjöldi sigra þeirra. Þetta segir þó ekkert um fegurð eða ófegurð þeirra sem tapa.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 9:36 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 9:26 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

Weblog Commenting by HaloScan.com

Hit Counter
Web Counters


eXTReMe Tracker









Líf mitt í hnotskurn



Fleiri myndir

Upplýsingar
Finnur T. Gunnarsson
Starf: Nemi í HR
Búseta: Skipholti, Reykjavík
MSN: finnurtg@hotmail.com
e-mail: finnurtg@gmail.com
Talaðu við mig á MSN

Aftur í dagbókina

Hugmyndir að myndum


Ýmsar undirsíður
Gamla myndasíðan
Gestabókin
Myndasíðan
Tölfræði síðunnar

Annað smærra

online

Aðrar myndir
1. Kjallaraveisla
2. Sumarbústaðarferð
3. Jólaskemmtun
4. Breyttar myndir og körfubolti
5. Eurovisionteiti og fleira
6. MEstival í íþróttahúsinu
7. Veisla vaskra sveina
8. Menningarferð ME á Akureyri
9. Interrail ferð 2000
10. Hitt og þetta tekið í mars
11. Óþekkt teiti í sumarbústað
12. Eurovisionteiti í sumarbústað
13. Innflutningsteiti í Sunnufelli
14. Hitt og þetta maí og júní
15. Hljómsveit Íslands í Valaskjálf
16. Verslunarmannahelgin 2003
17. Kveðjuteiti í ágúst 2003
18. Ýmsar myndir frá 2003
19. 1999 í máli og myndum
20. Sumarið 2004


Síður sem hlekkja hingað
Ásta Kristín
Bylgja Borgþórs
Kolla systir
Markús Mark
Ragnheiður Sickgirl
Sveinn Elmar

Ýmsar myndasíður
Myndasíða Ástu Kristínar
Myndasíða Bylgju Borgþórs
Myndasíða Kollu systir

Eldri myndir
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • mars 2005
  • apríl 2005
  • maí 2005
  • júní 2005
  • júlí 2005
  • ágúst 2005
  • september 2005
  • desember 2005
  • apríl 2006
  • Current Posts