Við rætur augans
fimmtudagur, mars 31, 2005:
Í kvöld var spilaður Kani heima hjá Garðari og Eygló en með okkur spilaði Bergvin, einn mesti spilagúrú landsins. Sigurvegarinn er að ofan.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 10:09 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
þriðjudagur, mars 29, 2005:
Ég leigi mér videospólur og DVD diska í fyrirtæki með eitt fyndnasta nafnið í bransanum; James Bönd. Endilega komið með fleiri fyndin nöfn á fyrirtækjum ef þið hafið.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 11:59 f.h. .:|:.
.:|:.
______________________
mánudagur, mars 28, 2005:
Enn eitt skrefið í átt að líkjast Jeff "The Dude" Lebowski var tekið í kvöld þegar ég tók þátt í keilukeppni andlegra fatlaðra og bar sigur úr bítum í fyrri umferð. Í síðari umferð beið ég hinsvegar afhroð, lenti í síðasta sæti á eftir Bergvini, Gullu, Heiðdísi og Garðari. Eftir keilu var svo farið í spilakeppni heima hjá Garðari til rúmlega 1:30 um nóttina. Helvíti skemmtilegt kvöld að baki. Takk fyrir mig.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 11:19 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
sunnudagur, mars 27, 2005:
Í gærkvöldi fór ég á hörkurúnt með Bergvini og Gylfa sem sjást hér í þungum þönkum yfir ástandinu í miðausturlöndum. Rúnturinn var góður og félagsskapurinn betri.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 11:41 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
Stríðið gegn sjálfsölunum heldur áfram. Þessi stal af mér 150 krónum í dag auk þess sem hann stíflaðist og olli því að ég varð mjög reiður. Og já, hann er frá Selecta.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 3:05 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
Páskadegi eytt í HR þar sem varla nokkur maður lætur sjá sig enda um gríðarlega trúaðan skóla að ræða.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 2:05 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
laugardagur, mars 26, 2005:
Gleðilegir námsmannapáskar í HR eru í boði Selecta. Selecta; við þurfum ekki að fylla á sjálfsala af því við þurfum ekki á viðskiptum ykkar að halda.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 2:33 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
miðvikudagur, mars 23, 2005:
Í dag fékk ég mér M&M nammi og brá mér heldur betur í brún. Svo virtist sem höndin á mér hafði vaxið amk fimmfalt eins og sést á myndinni hér að ofan. Ég fór strax að gera ráðstafanir með sérsmíðaða hanska og sá fyrir mér einhverskonar met í vörðum skotum í körfubolta. Þessar áætlanir mínar fóru fyrir lítið þegar mér var tjáð að það væri bara búið að minnka m&m töflurnar fyrir páskaeggin og því virtist hendin á mér bara svona stór.
Ef höndin á mér væri ekki venjuleg í stærð hefði ég brjálast og kramið andlit þess sem sagði mér þetta í lófa mínum.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 6:03 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
Á þessari mynd á að vera þriðja glóðarauga ævi minnar en það fékk ég á körfuboltaæfingu mánudagsins. Ef þið sjáið ekkert glóðarauga þá er orsökin ein af eftirfarandi:
* Léleg myndgæði.
* Þú ert að missa sjónina.
* Ég fæ bara aumingjaglóðaraugu sem sjást illa.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 1:13 f.h. .:|:.
.:|:.
______________________
þriðjudagur, mars 22, 2005:
Ég var að fá í hendurnar bestu kaup allra tíma. Talnalyklaborðið að ofan keypti ég á ebay fyrir rúmar 700 krónur með sendingarkostnaði. Í toll greiddi ég svo 435 krónur sem gera alls 1.135 krónur fyrir eitthvað sem kostar á Íslandi amk 5.000 krónur. Töluinnsláttur, hér kem ég!
Til gamans má geta þess að allar tölurnar í þessari færslu voru skráðar á Mc Industries Ltd talnalykaborðið.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 6:35 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
laugardagur, mars 19, 2005:
Þóra Elísabet flækti hárið á sér í rennilás Ingunnar en vildi samt ekki viðurkenna það.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 2:07 f.h. .:|:.
.:|:.
______________________
Ingunn tók mynd af mér. Mér fannst ég ekki geta verið minni maður og smellti einni til baka. Stuttu síðar brutust út slagsmál.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 1:51 f.h. .:|:.
.:|:.
______________________
Verkamennirnir Þórey og Stella héldu öllu hreinu og fínu allt kvöldið ásamt því að dæla í mig áfengi gegn vægu gjaldi sem visa var svo fallegt að greiða fyrir mig.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 1:45 f.h. .:|:.
.:|:.
______________________
Þessi gella reyndi við mig allt kvöldið. Undir lokin lét ég til leiðast enda ekki hægt að standast þetta bros.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 1:07 f.h. .:|:.
.:|:.
______________________
Harpa mjög ánægð með úrslit kosninganna en kallinn hennar sigraði einhverja kosninguna. Áfram þau!
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 12:37 f.h. .:|:.
.:|:.
______________________
föstudagur, mars 18, 2005:
Þórey brosti sínu breiðasta og Heiðdís sínu mjóasta.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 11:17 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
Gulla og Harpa brostu samanlagt mjög fast og hátt. Góður árangur.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 10:55 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
Ingunn kom úr nóttinni og gerði allt vitlaust með rauðglóandi augum sínum.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 10:51 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
Heiðdís óð í kvenmönnum þetta kvöldið án þess að vita af því, að því er virtist.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 10:35 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
Gulla og Heiðdís eða KúrekaGulla og.. einhvernskonarhúfuHeiðdís eins og þær kusu að kalla sig.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 10:29 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
Heiðdís Sóllilja og Þóra Elísabet þurftu ekkert að drekka til að skemmta sér en þær gerðu það samt.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 9:53 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
Þóra Elísabet drakk vodka enda er hann allra meina bót, að sögn læknabóka frá fyrrum Sovétríkjunum.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 9:33 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
Ísskápur Heiðdísar er fallega troðinn.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 9:15 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
miðvikudagur, mars 16, 2005:
Í einu fundarherbergi HR fann ég þetta. Ein besta hugmynd sem ég hef séð í mörg ár.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 6:39 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
Ég fór í Verzlunarskóla Íslands í dag til að hlýða á framboðsræður vegna kosninga í nýtt risastúdentafélag HR. Ætlunin var að hlusta í klukkutíma á allar ræðurnar, fá ókeypis veitingar og fara svo að læra. Ég fór þó eftir 45 mínútur, veitingalaus, þar sem rúmlega 40 manns voru í framboði og fyrirséð að ræður myndu standa í amk fjóra tíma.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 12:07 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
mánudagur, mars 14, 2005:
Í framtíðinni mun alþjóðalegt fyrirtæki mitt kaupa þingmanninn Friðrik Ingólfsson til að koma því í lög að TK númer skuli aðeins vera á bifreiðum Finns.tk, alheimsstjórnanda. Þá munu líka allir lesa þessa síðu og hafa gaman af, eða vera lögbrjótar.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 11:49 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
Unnur og Daníel læra eins og geðsjúklingar fyrir mannauðsstjórnunarpróf á morgun.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 7:39 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
Edda María lærir af áfergju en viðheldur samt kynþokkanum.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 7:39 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
laugardagur, mars 12, 2005:
Á kóksjálfsala rakst ég á þessa mynd af tvífara
Sigmars bónda. Hver veit nema hann verði í fjórförum vikunnar á næstunni.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 10:43 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
Í kvöld fór ég í bíó með Björgvini bróðir á myndina Coach Carter. Myndin var fín og félagsskapurinn betri. Mjög fín kvöldstund.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 9:23 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
föstudagur, mars 11, 2005:
Þarna sjáum við Pétur næturvörð og handboltafrumkvöðul á Egilsstöðum. Á hann rakst ég í Kringlunni.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 4:01 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
miðvikudagur, mars 09, 2005:
Finnur.tk varð skotspónn teiknifíknar Óla Rú í kvöld. Fyrir vikið varð hann litinn hornauga í gott korter.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 10:43 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
Hér sé lært! Sjúkt stuð í HR í kvöld þegar við klárum raundæmi í mannauðsstjórnun sem gildir 15% af áfanganum. Á myndinni eru Óli Rú og Daníel Bjö, í rangri röð.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 9:45 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
mánudagur, mars 07, 2005:
Árshátíð þeirra sem finnst gott að sitja mjög náið var haldin í HR fyrr í dag eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var þegar flestir voru farnir.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 11:51 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
laugardagur, mars 05, 2005:
Pabbi var í bænum um helgina. Á laugardaginn fengum við okkur að borða á American Style. Mjög fín máltíð og fínt spjall.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 6:39 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
The get along gang. Frá vinstri: Eygló Tekílaskratti, Sissó Sjóari, Bergvin Jó, Andri Guð og Garðar sem lenti í þriðja sæti í keilu um daginn.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 3:11 f.h. .:|:.
.:|:.
______________________
Á skemmtistað einum mættust stálin stinn. Frikki í hljómsveitinni Igor(.tk) og Finnur.tk ásamt possunum hans. Á myndinni eru Friðrik, Óli Rú og Anna Bjö.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 2:51 f.h. .:|:.
.:|:.
______________________
Anna does màlverk. (Skrifað undir áhrifum)
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 2:15 f.h. .:|:.
.:|:.
______________________
Hvað er klukkan? Klukkan er gaddar! (skrifað undir áhrifum)
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 1:07 f.h. .:|:.
.:|:.
______________________
Vooooodka; fyrir alla aldurshópa.
Fyrirsæta: Anna Björg.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 12:55 f.h. .:|:.
.:|:.
______________________
föstudagur, mars 04, 2005:
Óli Rú rokkar!
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 11:21 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
Fyllerí! Woodys drukkinn; 92% sykur, 5,5% áfengi, 1,5% bragðefni og 2% aukasykur.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 11:07 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
Köttur vinafólks míns, Stormur, var ekki svo ánægður með mig og myndatökuna.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 4:53 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
Var í heimsókn hjá vinafólki í dag þar sem hvolpurinn Benni varð fórnarlamb myndavélarinnar. Það er skemmst frá því að segja að ég tók ástfóstri við hann og við lékum okkur eins og bestu vinir í lengri tíma áður en kom að kveðjustund.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 4:49 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
fimmtudagur, mars 03, 2005:
Þetta er í síðasta skipti sem ég nota zoomið á þessari myndavél. Þetta eiga að vera blústónlistarmenn í kringlunni að gera lífið dapurlegra en það er fyrir.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 7:12 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
Þessi mynd er tekin með stafrænan aðdrátt á fullu en hún er samt lýsandi fyrir hvað gerðist. Ég fór á fyrirlestur með Brian Tracy og varð djúpt snortinn. Héreftir mun ég vonandi breyta lífi mínu til hins betra þar sem allt hefur verið frekar óstabílt upp á síðkastið. Tuð og nöldur annarra verður hunsað.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 2:08 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
miðvikudagur, mars 02, 2005:
"I'm home!" öskraði ég þegar ég snéri aftur í sexuna í dag á leið niður í bæ til að taka viðtal við rekstrarstjóra í fyrirtæki sem hópurinn minn í Stefnumótun hyggst aðstoða næstu vikurnar. Allavega, myndin er frekar léleg af því ég vildi ekki láta fólkið, sem þarna var að finna, halda að það væri fyndið í útliti eða eitthvað slíkt.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 5:14 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
þriðjudagur, mars 01, 2005:
Bergvin sigurvegari í seinni umferð en í henni varð Garðar í öðru og ég í þriðja. Alls sigraði því Bergvin, ég í öðru og Garðar í þriðja. Í verðlaun var kvenhylli og sjúkleg öfund hinna sem töpuðu.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 10:30 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
Staðan eftir fyrri leikinn. Ég og Bergvin jafnir í fyrsta sem sannar, með lágu öryggisbili þar sem úrtakið er lítið, að fylgni er á milli fegurðar keiluspilara og fjöldi sigra þeirra. Þetta segir þó ekkert um fegurð eða ófegurð þeirra sem tapa.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 9:36 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________
Garðar eftir illa heppnaða feykju. Hann var í eins peysu og
Dalton bræður klæddust oft í sögunum um Lukku Láka.
Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 9:26 e.h. .:|:.
.:|:.
______________________