Við rætur augans

mánudagur, maí 30, 2005:




Hérna reynir Helgi að heyra það sem nætursólin segir.

Bráðskemmtilegar húsarústir sem við fundum þarna.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 12:53 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Þarna má sjá nætursólina hvísla að mér að taka vopn í hönd og myrða allar vondu hugsanirnar.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 12:53 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Göngutúr með Helga um fjöll og fyrnindi og móa. Mjög þægilegur göngutúr í sumarnætursólinni.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 12:51 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

sunnudagur, maí 29, 2005:




Risabletturinn á þessari mynd er hvorki köttur né risavaxinn fugl heldur randafluga sem lét eins og heima hjá sér, heima hjá mér. Hún var aðallega að leita að áfengi enda búin að drekka helst til of mikið nóttina áður. Lögreglan fjarlægði gestinn og fékk hún að sofa úr sér í fangageymslum.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 12:59 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

laugardagur, maí 28, 2005:




Eiki frændi kíkti í heimsókn í gær, laugardag. Hann gaf sér tíma til að stilla sér upp á mynd með Helga á milli þess sem hann reitti af sér skrítlurnar.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 5:53 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

föstudagur, maí 27, 2005:




Í gærkvöldi sprengdi ég bolta Helga með því að halda honum á lofti, Helga til lítillar skemmtunar eins og sést á myndinni að ofan.

Ég er ekki algjört illmenni því ég stefni á að versla nýjan bolta innan skamms.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 11:57 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

fimmtudagur, maí 26, 2005:




Þarna má sjá Jökul góðkunningja á leið á fótboltaæfingu, heilsandi að hermannasið. Ekkert meira um það að segja svosem nema að textinn "Dýrið komið á felgur. Ekkert slor!" fylgdi þessari mynd þegar ég sendi hana inn, sem er sérkennilegt þar sem ég skrifaði þann texta alls ekki.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 7:57 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

miðvikudagur, maí 25, 2005:




Lífgunartilraunir gerðar á hræinu mínu. Hann vaknaði til lífsins og lifði í einhverjar 40 mínútur áður en hann sofnaði og hefur ekki vaknað síðan. Stefnt er að nýrri tilraun í kvöld.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 7:19 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

þriðjudagur, maí 24, 2005:




Afrek gærkvöldsins. Ég og Helgi bróðir byggðum brú.

Nei nei, við fórum bara út að labba í sumarhörkunum.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 11:17 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

mánudagur, maí 23, 2005:




Þessi miði er 10 ára gamall og hangir enn á sínum stað. Post-it miðar, it's fantastic!

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 2:06 f.h. .:|:. .:|:.
______________________

sunnudagur, maí 22, 2005:




Þetta svæði mætti nota undir íbúðir eða jafnvel verslanir en nei, þetta er notað undir möl sem ekki nokkur maður vill spila fótbolta á.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 11:20 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Kominn austur í sumar og helvítis sól. Frábært.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 9:58 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

laugardagur, maí 14, 2005:




Daníel og Edda María brosa sínu breiðasta enda ekki annað hægt að þeirra mati; skólaárið búið og þau þurfa ekki að sitja fyrir á myndum fyrir mig í allt sumar.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 12:29 f.h. .:|:. .:|:.
______________________




Drottningarnar Inga Dóra og Unnur í hrókasamræðum um biskupa og kónga. Peðið ég hagaði mér eins og sannur riddari, hélt kjafti og tók bara mynd.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 12:09 f.h. .:|:. .:|:.
______________________

föstudagur, maí 13, 2005:




Á myndinni sjást Lísa, Daníel, Agnes og Ingunn að skemmta sér konunglega í singstar karókí leiknum. Til gamans má geta þess að Agnes er ein fyndnasta manneskja HR, öllum til armæðu.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 11:21 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Ingunn og Edda María drekka til að muna eftir síðasta fylleríi. Aðdáunarvert. Hörkuskemmtilegar stelpur og ekki minnkar skemmtanagildi þeirra þegar þær eru drukknar.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 10:19 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

fimmtudagur, maí 12, 2005:




Nýju gleraugun eru mætt og komin á andlitið á mér. Heppnu gleraugu.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 9:52 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

miðvikudagur, maí 11, 2005:




Þá er rúmlega 50 blaðsíðu skýrslan tilbúin en hana hef ég unnið ásamt hópnum mínum síðustu þrjár vikurnar. Á morgun er svo fyrirlestur um hana og þá er skólinn búinn fyrir mig í bili.

Ég hef sjaldan verið jafn dapur.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 12:06 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

þriðjudagur, maí 10, 2005:




Þennan miða er að finna við eina af útidyrahurðum Kringlunnar. Eins og sést á honum hefur vald Kringlustjórnenda stigið þeim illilega til höfuðs þar sem þeir virðist telja sig hafa vald til að banna reykingar í öllum heiminum (utan við anddyrið = allur heimurinn). Mjög góð tilraun en allt kom fyrir ekki þar sem ég sá mann reykja fyrir utan Hlemm stuttu síðar.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 11:16 f.h. .:|:. .:|:.
______________________




Eftir 14 daga í röð af svona sólskinsveðri í Reykjavík rigndi loksins í gær. Gærdagsúrhellið var að andvirði tveggja vikna Reykjavíkurrigningar sem þýðir að við stöndum á sléttu hvað regn varðar.

Þetta er jafnframt bjartasta mynd síðunnar, fyrr og síðar.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 11:14 f.h. .:|:. .:|:.
______________________

mánudagur, maí 09, 2005:




Hér getur að líta hóp minn í stefnumótunarverkefninu sem ég er að vinna þessa dagana. Frá vinstri: Garðar, Rebekka, Rakel og Þórdís. Einstaklega skemmtilegur og duglegur hópur.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 3:08 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

miðvikudagur, maí 04, 2005:



Það tók 25 mínútur að niðurhala þessum 1.000 megabæta körfubolta.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 7:41 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

Weblog Commenting by HaloScan.com

Hit Counter
Web Counters


eXTReMe Tracker









Líf mitt í hnotskurn



Fleiri myndir

Upplýsingar
Finnur T. Gunnarsson
Starf: Nemi í HR
Búseta: Skipholti, Reykjavík
MSN: finnurtg@hotmail.com
e-mail: finnurtg@gmail.com
Talaðu við mig á MSN

Aftur í dagbókina

Hugmyndir að myndum


Ýmsar undirsíður
Gamla myndasíðan
Gestabókin
Myndasíðan
Tölfræði síðunnar

Annað smærra
Ýttu á CTRL-D til að merkja þessa síðu
online

Aðrar myndir
1. Kjallaraveisla
2. Sumarbústaðarferð
3. Jólaskemmtun
4. Breyttar myndir og körfubolti
5. Eurovisionteiti og fleira
6. MEstival í íþróttahúsinu
7. Veisla vaskra sveina
8. Menningarferð ME á Akureyri
9. Interrail ferð 2000
10. Hitt og þetta tekið í mars
11. Óþekkt teiti í sumarbústað
12. Eurovisionteiti í sumarbústað
13. Innflutningsteiti í Sunnufelli
14. Hitt og þetta maí og júní
15. Hljómsveit Íslands í Valaskjálf
16. Verslunarmannahelgin 2003
17. Kveðjuteiti í ágúst 2003
18. Ýmsar myndir frá 2003
19. 1999 í máli og myndum
20. Sumarið 2004


Síður sem hlekkja hingað
Ásta Kristín
Bylgja Borgþórs
Kolla systir
Markús Mark
Ragnheiður Sickgirl
Sveinn Elmar

Ýmsar myndasíður
Myndasíða Ástu Kristínar
Myndasíða Bylgju Borgþórs
Myndasíða Kollu systir

Eldri myndir
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • mars 2005
  • apríl 2005
  • maí 2005
  • júní 2005
  • júlí 2005
  • ágúst 2005
  • september 2005
  • desember 2005
  • apríl 2006
  • Current Posts