Við rætur augans

föstudagur, apríl 29, 2005:




Þessi gleraugu eru í smíðum fyrir undirritaðan. Nýtt útlit og það aðeins fyrir 1/20 úr milljón króna.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 1:13 f.h. .:|:. .:|:.
______________________

fimmtudagur, apríl 28, 2005:




Ég er eins og gullfiskarnir sem gleðjast alltaf jafnmikið á tveggja sekúndna fresti við að finna fjársjóðinn á botni fiskabúrsins; ég er alltaf jafn undrandi þegar það er bjart á kvöldin. Þessi mynd er t.d. tekin klukkan 21:45 í kvöld. Ég ætlaði aldrei að jafna mig.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 9:44 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Heiðdís brást ókvæða við þegar ég tilkynnti henni að hún hafði verið búin að vera með flösku í andlitinu allan morguninn án þess að taka eftir því.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 12:50 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

miðvikudagur, apríl 27, 2005:




Ég rakst á þennan kumpána við Versló í dag. Lengsti kústur sem ég hef séð.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 5:46 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

þriðjudagur, apríl 19, 2005:



Ég nenni ekki á fætur.

Innsend færsla.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 11:36 f.h. .:|:. .:|:.
______________________

mánudagur, apríl 18, 2005:




Mér leikur forvitni á að vita hvað HR hafi greitt fyrir þetta listaverk, ef eitthvað. Þetta eru semsagt fimm, nákvæmlega jafnstórir járnfletir en mismunandi á litinn.

Það þarf sérstakt ímyndunarafl til að láta detta sér svona einfalt listaverk til hugar og ennþá meira til að kaupa það.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 9:00 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

sunnudagur, apríl 17, 2005:




Hér er: fallegur hópur að læra fyrir fjármál II prófið.
Um: að gera að sýna fólki með hverjum finnur.tk lærir.
Frá: Ca 48 tíma lærdómstörn.
Til: Lesenda síðunnar.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 11:28 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

fimmtudagur, apríl 14, 2005:




Óli Rú súpar seyðið af því að hafa ekki hlustað á vini sína þegar þeir sögðu jakkann of lítinn.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 11:50 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Þessa dagana er prófavika í HR. Eins og sjá má á myndinni að ofan leggjast prófin misvel í nemendur en þar er Heiðdís Sóllilja í miðju floga- og kvíðakasti á göngum HR. Enginn slasaðist.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 10:54 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Sjúkir útreikningar fyrir aðgerðagreiningu.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 7:02 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

þriðjudagur, apríl 12, 2005:



Próflærdómur við sjúkt blúsgítarsóló.

Fyrsta brúnhvíta mynd síðunnar.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 6:16 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

laugardagur, apríl 09, 2005:



Þrátt fyrir próflokalærdómsstuð næstu vikuna tók ég mér tíma til að spila manna við Bergvin og Garðar í gærkvöldi. Eins og lesa má úr spilunum hér að ofan sigraði ég hvað eftir annað og stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins, aldrei þessu vant.

Í verðlaun var rétturinn til að fara í sturtu, sem ég leysti út heima hjá mér að spili loknu.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 2:06 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

fimmtudagur, apríl 07, 2005:




Í kvöld hélt ég minn fyrsta skyndidæmatíma þar sem ég tók fyrir bola- og bjarnabreiðu í hlutabréfakaupum. Aðsóknin var ágæt, launin engin og hamingjan sem fylgdi í kjölfarið algjör.

Á myndinni er Heiðdís að velta fyrir sér tilgangi þessa alls, eins og hún orðaði það.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 10:16 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Lært fyrir próf. Sjúkt stuð.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 7:38 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Í markaðsfræði í dag fékk ég miklar blóðnasir. Ég þreif mig og þegar blóðnasirnar ætluðu ekki að hætta ákvað ég að taka mynd af þessum grátbroslegu aðstæðum. Verði ykkur að góðu.

Allavega, ekki fleiri sjálfsmyndir.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 5:26 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

sunnudagur, apríl 03, 2005:




Þessi kælir hefur staðið tómur í átta mánuði í matsal HR. Enginn veit hvernig hann komst þangað, til hvers hann er og af hverju er kveikt á honum. Hann er læstur svo enginn getur sett neitt í hann en samt fær hann að standa áfram.

Það gerir hann að áttunda undri veraldar, hér í matsal Háskóla Reykjavíkur.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 5:49 e.h. .:|:. .:|:.
______________________

laugardagur, apríl 02, 2005:




Ég og Óli lentum á eftir þessum risabíl þegar stefnt var á körfuboltaæfingu. Hrifning mín var svo mikil að ég varð að taka mynd og sýna heiminum.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 3:49 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Undir lokin brutust út miklar tilfinningar og voru þær túlkaðar í gegnum trylltan dans. Á myndinni eru Garðar, Ella, Bergvin og Eygló að dansa frá sér allt vit.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 1:41 f.h. .:|:. .:|:.
______________________




Kokkurinn Ægir var ótrúlega edrú þetta kvöld. Hann skemmti sér samt alveg ágætlega held ég og var býsna hress.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 1:33 f.h. .:|:. .:|:.
______________________




Eygló var viðstödd þegar ég tók mynd af henni, eins og sjá má á þessari mynd.

Þetta var sennilega ein lélegasta undirsögn myndar frá upphafi.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 1:31 f.h. .:|:. .:|:.
______________________




Partý heima hjá Garðari og Eygló í kvöld. Garðar var óvenjudrukkinn og óvenjumikið á nærbuxunum hluta af kvöldi.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 1:27 f.h. .:|:. .:|:.
______________________

föstudagur, apríl 01, 2005:




Hér má sjá nýtt útlit Finns.tk frá og með 1. apríl 2005.

Og já, þetta er 1. aprílgabb.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 11:44 e.h. .:|:. .:|:.
______________________




Finnur.tk kynnir sigurvegara spilakvöldsins 31. mars 2005: Garðar, heppna helvítis kvikindi. Ég varð í öðru.

Þessi færsla er í boði Yorkie; ekki fyrir tussur.

Finnur Torfi Gunnarsson .:|:. 12:25 f.h. .:|:. .:|:.
______________________

Weblog Commenting by HaloScan.com

Hit Counter
Web Counters


eXTReMe Tracker









Líf mitt í hnotskurn



Fleiri myndir

Upplýsingar
Finnur T. Gunnarsson
Starf: Nemi í HR
Búseta: Skipholti, Reykjavík
MSN: finnurtg@hotmail.com
e-mail: finnurtg@gmail.com
Talaðu við mig á MSN

Aftur í dagbókina

Hugmyndir að myndum


Ýmsar undirsíður
Gamla myndasíðan
Gestabókin
Myndasíðan
Tölfræði síðunnar

Annað smærra

online

Aðrar myndir
1. Kjallaraveisla
2. Sumarbústaðarferð
3. Jólaskemmtun
4. Breyttar myndir og körfubolti
5. Eurovisionteiti og fleira
6. MEstival í íþróttahúsinu
7. Veisla vaskra sveina
8. Menningarferð ME á Akureyri
9. Interrail ferð 2000
10. Hitt og þetta tekið í mars
11. Óþekkt teiti í sumarbústað
12. Eurovisionteiti í sumarbústað
13. Innflutningsteiti í Sunnufelli
14. Hitt og þetta maí og júní
15. Hljómsveit Íslands í Valaskjálf
16. Verslunarmannahelgin 2003
17. Kveðjuteiti í ágúst 2003
18. Ýmsar myndir frá 2003
19. 1999 í máli og myndum
20. Sumarið 2004


Síður sem hlekkja hingað
Ásta Kristín
Bylgja Borgþórs
Kolla systir
Markús Mark
Ragnheiður Sickgirl
Sveinn Elmar

Ýmsar myndasíður
Myndasíða Ástu Kristínar
Myndasíða Bylgju Borgþórs
Myndasíða Kollu systir

Eldri myndir
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • mars 2005
  • apríl 2005
  • maí 2005
  • júní 2005
  • júlí 2005
  • ágúst 2005
  • september 2005
  • desember 2005
  • apríl 2006
  • Current Posts